Discover the 8 principles of the HONcode in 35 languages

1. Traust
Allar leiðbeiningar um heilsufar og læknisfræðilega ráðgjöf sem finna má á þessum vef eru veittar af fagfólki með tilskilin réttindi. Berist upplýsingarnar annars staðar að verður þess skýrt getið að þær séu fengnar frá aðilum eða stofnunum án tilskilinna réttinda.

2. Viðbót
Upplýsingar á vefnum eru settar fram í þeim tilgangi að bæta en ekki koma í stað þess sambands sem er á milli skjólstæðings/notenda og læknis/sálfræðings.

3. Tr˙na­ur
Fullum trúnaði er heitið um vitneskju um skjólstæðinga og notendur á vefnum og þar með persónuauðkenni þeirra. Eigendur vefsins framfylgja lögum og reglum stjórnvalda um trúnaðarupplýsingar á sviði lækninga og heilsufars.

4. H÷fundarÚttur
Upplýsingar á vefnum sem berast annars staðar frá verður getið og vísað á þær með HTML tengli, ef hægt er. Hver síða verður dagsett þegar hún er uppfærð (t.d. neðst á síðunni).

5. Réttlætanleiki
Allar fullyrðingar á vefnum um árangur tiltekinnar meðferðar, vöru eða þjónustu verða studdar viðeigandi og hlutlægum gögnum, eins og skýrt er frá í reglu 4.

6. Gagnsæi höfundar
Hönnuðir vefsins hafa það að leiðarljósi að upplýsingar verði aðgengilegar notendum og auðvelt sé að nálgast frekari fræðslu og stuðning ef svo ber undir. Netfang vefstjóra kemur skýrt fram á öllum vefsíðum.

7. Gagnsæi stuðningsaðila
Stuðningsaðilar vefsins verða nafngreindir, hvort sem í hlut eiga viðskiptafyrirtæki, stofnanir, samtök eða félög sem leggja til efni, fé eða þjónustu.

8. Heiðarleg auglýsinga- og ritstjórnarstefna
Á vefnum kemur ótvírætt fram ef auglýsingar eru tekjulind. Forsvarsmenn vefsins birta stutta lýsingu á auglýsingastefnu fyrirtækisins. Auglýsingar og annað kynningarefni mun ætíð skera sig greinilega úr öðru efni sem er á vegum þeirra stofnunar sem rekur vefinn.